Í dag voru tilkynntar breytingar á takmörkunum vegna COVID 19. Þetta þýðir að verklagsreglur við ökukennslu munu breytast nokkuð. Frá og með kl 12 föstudaginn 31. Júlí 2020.
Verklegir ökutímar munu fyrst um sinn ekki falla niður miðað við reglurnar í dag. Staðan verður hinsvegar oft endurmetin og mun ég taka ákvörðun með tilliti til reglna og aðstæður hverju sinni hvort verkleg kennsla geti haldið áfram.
Eftirfarandi hlutir verða í gildi í verklegri kennslu:
Ég vil einnig taka það skýrt fram að sé nemi, einhver á heimilinu eða einhver sem nemi er í samneyti við með einkenni COVID 19, aðili sem er í einangrun, sóttkví eða í heimkomusmitgát á nemi ALLS EKKI að mæta í tíma. Afbókið þá tímann strax og við finnum annan tíma þegar það er öruggt.
Semsagt. Ef einhver er með kvef-, flensu- eða COVID19 einkenni er sá hinn sami ekki velkominn í ökutíma og verður nemum vísað frá ef hinn minnsti grunur vaknar og ekki er búið að afbóka tíma eins og á að gera undir þessum kringumstæðum.
Þetta á einnig við um þá sem hafa verið í samskiptum við fólk sem á að vera í einangrun, sóttkví eða heimkomusmitgát.
Tíma má afbóka í Noona appinu eða á vef Ekils allt að 24 klst fyrir tíma. Ef styttri tími er til stefnu skal hringja beint í mig í síma 869 4149.
Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna
Munið: Við erum öll almannavarnir!
Jónas Þór Karlsson, ökukennari