Við hefjum ferð okkar á Akureyri og ökum sem leið liggur austur að Goðafossi, sem er fyrsti viðkomustaður okkar. Fossinn hefur mikið sögulegt gildi frá því að Íslendingar tóku up Kristna trú.
Við höldum áfram frá Goðafossi og ökum gegnum Reykjadal, en næsti viðkomustaður okkar eru Skútustaðagígar, sem eru gervigígar.
Næsti viðkomustaður eru Dimmuborgir. Dimmuborgir voru myndaðar fyrir um 2300 árum síðan þegar hálfkólnað hraun lak í burtu og skildi eftir mjög fallegar hraunmyndanir..
Eftir smá göngu í Dimmuborgum höldum við áfram í átt að Grjótagjá. Grjótagjá var vinsæll baðstaður á árum áður, en eftir Kröflueldana 1975-1984 hitnaði vatnið í gjánni það mikið að ekki er hægt að baða sig þar lengur.
Við höldum næst áfram að hveraröndini í Námaskaði. Þar sjáum við fallegt svæði þar sem innri máttur jarðar kemur bersýnilega í ljós.
Síðan er komið að því að halda aftur til Akureyrar, ef veður og aðstæður leyfa finnum við góða staði fyrir myndatökur.