Vinsamlegast lestu skilmála okkar vandlega. Með því að bóka ferð hjá okkur staðfestir þú að þú samþykkir þessa skilmála og skilyrði.
1. Bókanir eru staðfestar þegar Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf hefur fengið fulla greiðslu fyrir bókunina, eða samið hefur verið um greiðslu eftir öðrum leiðum. Þegar bókanir eru staðfestar sendum við þér staðfestingartölvupóst eða staðfestum með eða í símtali, og þá er bindandi samningur til staðar.
2. VSK (virðisaukaskattur):
Virðisaukaskattur er innifalinn í öllum verðum á vefsíðunni nema annað sé tekið fram.
3. Notkun vefsíðunnar:
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú að nota, selja, hala niður, afrita, deila, endurskapa, birta eða útvarpa ekki neinu af efni vefsíðunar nema til eigin nota. Ef þú vilt nota innihald vefsíðu okkar í viðskiptalegum tilgangi verður þú að senda okkur beiðni og fá skriflegt samþykki frá okkur.
4. Afpöntun og breytingar:
Við innheimtum 10% afbókunargjald ef afpantað er meira en 2 dögum fyrir viðburðinn
Við innheimtum 90% afbókunargjald afpantað er 48 klukkustundum eða skemur fyrir viðburðinn
Það er engin endurgreiðsla ef afpantað er innan við 24 klukkustundum fyrir viðburðinn
Hægt er að breyta miða þangað til einni klukkustund fyrir brottför. Afbókunarskilmálar gilda fyrir upprunalegan brottfarartíma sé bókun færð á tíma sem er eftir þann brottfarartíma sem upphaflega var bókaður.
5. No-show farðegar:
Ef farþeginn mætir ekki í ferðina og hefur ekki afpantað ferðia er heildarupphæðin gjaldfærð og er ekki möguleiki á endurgreiðslu.
6. Endurgreiðsluskilmálar:
Endurgreiðsla er aðeins gjaldgeng ef tölvupóstur er sendur á sysli@sysli.is áður en tilskilinn frestur rennur út (Efnislína: Endurgreiðsla miða). Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram í tölvupóstinum: bókunarnúmer, nafn á bókun, dagsetning bókunar og hvaða ferð var bókuð. Við þurfum einnig kreditkortanúmer viðskiptavinarins og gildistíma þar sem við geymum ekki þessar upplýsingar í öryggisskyni viðskiptavinarins. Þegar endurgreiðslan hefur verið færð aftur á kortið færðu staðfestingartölvupóst frá starfsmanni fyrirtækisins sem staðfestir endurgreiðsluna. Það getur tekið allt að 7 daga fyrir endurgreiðsluna að ganga í gegn.
Vinsamlegast athugið að ofangreind afbókunargjöld eiga ekki við farþega skemmtiferðaskipa ef skip þitt leggst ekki að bryggju. Ef skemmtiferðaskipið þitt leggst ekki að bryggju færðu fulla endurgreiðslu.
Ofangreind afbókunargjöld geta verið önnur ef þú hefur bókað ferðina þína í gegnum þriðja aðila en ekki beint frá okkur.
7. Staðfesting á þjónustu:
Bókun þín verður ekki staðfest og bókuð fyrr en full greiðsla hefur borist, eða samið hafi verið um greiðslu eftir öðrum leiðum.
8. Ábyrgð á greiðslu fyrir þjónustu:
Sá aðili er pantar þjónustu ber ábyrgð á að veita Sýsli - Ferðum og ökukennslu ehf réttar upplýsingar vegna innheimtu á þjónustu sem veitt er. Séu réttar upplýsingar eigi veittar ber sá aðili er pantar þjónustuna fulla ábyrgð á greiðslu fyrir þjónustunni og er hún þegar í stað skuldfærð á viðkomandi. Berist réttar upplýsingar áður en greiðslufrestur er liðinn, mun þjónustan verða skuldfærð á þann aðila sem upplýst hefur verið um.
9. Reikningsviðskipti:
Aðilar sem nota reglulega þjónustu Sýsli- Ferða og ökukennslu ehf geta sótt um reikningsviðskipti hjá fyrirtækinu.
Almennur greiðslufrestur er 15 dagar, en hægt er að sækja um öðruvísi frest. Ef sótt er um lengri eða aðra fresti áskilur Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf sér rétt til þess að innheimta þjónustugjald og/eða áhættugjald fyrir þá þjónustu. Ekki er hægt að fá lengri almennan greiðslufrest nema að hafa sótt sérstaklega um hann til skrifstofu Sýsli - Ferða og ökukennslu ehf. Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf tekur ákvörðun um hvort veita á viðskiptavini lengri almennan greiðslufrest eða hvort umsókninni verði hafnað. Slík ákvörðun er endanleg og ekki er hægt að áfrýja henni.
Reikningar frá Sýsli - Ferðum og ökukennslu ehf teljast samþykktir af greiðanda hafi athugasemdir við reikningnum ekki borist fyrirtækinu 10 dögum eftir dagsetningu reiknings.
Þegar um reikningsviskipti er að ræða, eru viðskiptin ávallt innheimt með kröfu í heimabanka. Aðrar greiðsluleiðir eru ekki teknar gildar. Ef viðskiptavinur óskar eftir því að greiða eftir öðrum leiðum, svosem bankamillifærslu, þarf að sækja um það sérstaklega til Sýsli - Ferða og ökukennslu ehf. Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf mun innheimta þjónustugjald fyrir slíka þjónustu samkvæmt verðskrá þar sem um flóknari umsýslu er að ræða.
Verði vanskil á viðskiptareikningi sem viðskiptavinur er með hjá Sýsli - Ferðir og ökukennslu ehf er honum lokað samkvæmt ákvörðun tekna af forsvarsmönnum Sýsli - ferða og ökukennslu ehf. Viðskiptavinur þarf að sækja sérstaklega um það til Sýsli - Ferða og ökukennslu ehf ef viðskiptavinur óskar eftir því að reiknningurinn sé opnaður á ný. Sýsli - ferðir og ökukennsla ehf tekur ákvörðun um hvort opna eigi reikning viðskiptavinar aftur eða hvort að umsókninni sé hafnað. Slík ákvörðun er endanleg og er ekki hægt að áfrýja henni.
10. Reikningar til Sýsli - ferða og ökukennslu ehf
Sé Sýsli - ferðir og ökukennsla ehf viðtakandi reiknings fyrir þjónustu er ekki nóg að senda einungis kröfu í heimabanka. Öllum kröfum skal fylgja löglegur reikningur og skal hann sendast með eftirfarandi hætti:
Allir reikningar skulu vera í samræmi við lög og reglur um reikninga og skulu vera með sanngjörnum greiðslufresti sem tekur tillit til þess að fyritækið móttaki reikningi og geti yfirfarið hann fyrir eindaga.
Þurfi Sýsli - ferðir og ökukennsla ehf að sækja reikning þar sem hann er ekki sendur til fyrirtækisins með lögmætum hætti eða starfsmenn fyrirtækisins að sinna vinnu vegna innköllunar á öðrum gögnum tengdum reikningum og kröfum er innheimt umsýslugjald samkvæmt gjaldskrá fyrirtækisins fyrir þá þjónustu.
Sé reikningur ekki með fullnægjandi upplýsingum er honum hafnað. Kröfuhafi hefur 5 daga frá því að höfnun berst til þess að leiðrétta reikning, sé hann ekki leiðréttur er litið svo á að fallið sé frá kröfunni.
Ef leiðrétta þarf reikning eða senda þurfi viðbótargögn og þau berast ekki Sýsli - ferðum og ökukennslu ehf fyrir eindaga er reikningur samt sem áður ekki greiddur fyrr en að fullnægjandi gögn hafa borist. Sýsli - ferðir og ökukennsla ehf greiðir ekki dráttarvexti og önnur innheimtugjöld í slíkum tilfellum.
Séu útistandandi kröfur frá Sýsli - ferðum og ökukennslu ehf hjá kröfuhafa sem eru komnar yfir eindaga eru Sýsli - ferðir og ökukennsla ehf í fullum rétti til þess að skuldajafna kröfur á hendur kröfuhafa uppí kröfur kröfuhafa.
11. Friðhelgisstefna:
Allar persónulegar upplýsingar eru trúnaðarmál og verða ekki gefnar eða seldar til þriðja aðila.
12. Reglur um klæðaburð:
Farþegar bera sjálfir ábyrgð á því að koma með viðeigandi fatnað í ferðina (t.d. eftir veðri)
13. Afpantanir og breytingar að hálfu Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf:
Við áskiljum okkur rétt til að breyta ferðaáætlun og staðsetningum, hafa lengri eða skemmri ferðatíma eða hætta við ferðina vegna veðurs, ástands á vegum, öryggisástæðna, aðgerða annarra stofnana / einstaklinga / fyrirtækja, ná ekki lágmarksfjölda farþega eða annarra ófyrirséðra aðstæðna . Við áskiljum okkur rétt til að breyta þjónustu, ferðaáætlunum og verði sem lýst er í bæklingum okkar eða vefsíðu.
Við breytum ekki verði á ferð ef bókun hefur verið staðfest. Við munum upplýsa um breytingar eins fljótt og auðið er. Það er á ábyrgð viðskiptavinarins að gefa okkur réttar tengiliðaupplýsingar.
Ef ferð er aflýst af Sýsli - Ferðum og ökukennslu ehf, verður hún endurgreidd til viðskiptavinarins. Ef möguleiki er fyrir hendi munum við einnig bjóða upp á annarri ferð eða svipaðri / sambærilegri ferð með öðrum rekstraraðila. Val á fullri endurgreiðslu mun alltaf vera valkostur fyrir viðskiptavininn ef ferðinni er aflýst af Sýsli ferðum og ökukennslu ehf.
Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf. ber ekki ábyrgð á neinum útgjöldum og kostnaði sem stofnað er til vegna þátta sem ekki eru undir stjórn þess, svo sem veður og ástand á vegum, breytingum á flugi, aðgerðir annarra stofnana / einstaklinga / fyrirtækja og annarra ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf. mun ekki endurgreiða neinn persónulegan kostnað sem viðskiptavinurinn kann að hafa orðið fyrir vegna bókunar sinnar, svo sem ferðatryggingar, flug, búnaður osfrv.
14. Norðurljósaferðir og ókeypis endurtekningartilboð:
Norðurljósin eru náttúrufyrirbæri og hvort við sjáum þau er einnig háð veðri, þess vegna getum við ekki ábyrgst að þau sjáist og getum ekki boðið endurgreiðslu ef þau sjást ekki í ferðinni. Ef leiðsögumaður staðfestir að ljósin hafi ekki sést munum við bjóða upp á ókeypis ferð aftur daginn eftir. Ókeypis endurtekning er háð því að Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf. fari í skoðunarferð daginn eftir. Við getum ekki ábyrgst að ferð verður farin daginn eftir vegna færðar og veðurs eða annarra ófyrirsjáanlegra aðstæðna.
15. Pick-up:
Ef ferðin er með pick-up, Er það á ábyrgð farþega að upplýsa okkur um staðsetningu þar sem á að sækja þá þegar þeir bóka ferðina. Við sækjum farþega frá mismunandi stöðum og því er 15 mínútna pick-up tími þegar farþegar eru sóttir frá mismunandi stöðum. Gakktu úr skugga um að þú sért tilbúinn í ferðina og bíði á skráðum pick-up stað 15 mínútum fyrir brottför. Það er á ábyrgð farþega að vera á skráðum pick-up stað frá upphafi pick-up tíma. Ef farþegi er ekki mættur á tilskildum tíma veitir það viðskiptavininum ekki rét á endurgreiðslu. Þér verður tilkynnt um pick-uptímasetningu við staðfestingu á bókun.
16. Réttur til að neita farþega um þátttöku:
Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf. áskilur sér rétt til að neita farþega um þátttöku hvenær sem er fyrir farþega sem líklegt er að hafi í för með sér að öryggisatriði er stefnt í tvísýnu eða háttsemi hans gæti valdið öðrum farþegum álagi eða vanvirðingu eða ef við teljum að farþegi sé undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.
17. Föt og skófatnaður:
Hitastig og aðstæður hér á landi geta verið slæm, vinsamlegast gakktu úr skugga um að fatnaður þinn og skófatnaður henti veðri og aðstæðum fyrir viðkomandi ferð. Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf. ber enga ábyrgð á farþegum þar sem föt eða skófatnaður hentar ekki vegna veðurs og aðstæðna og áskilur sér rétt til að neita farþega um þátttöku þar sem föt eða skófatnaður er þannig að öryggi er stefnt í tvísýnu.
18. Læknisfræðilegar aðstæður:
Ef viðskiptavinur þarfnast sérstakrar aðstoðar skal þess getið þegar hann bókar ferðina. Með því að bóka ferð með Sýsli - Ferðum og ökukennsla ehf. staðfestir þú að þú ert líkamlega og læknisfræðilega hæf(ur) til að fylgja leiðbeiningum leiðsögumanns og taka þátt í ferðinni með fullum hætti. Hitastig og aðstæður á Íslandi geta verið slæm og sumar leiðir geta verið ójafnar og/eða krafið langvarandi útivist í frosti og vindi. Þess vegna ættu farþegar með heilsubrest að staðfesta við lækni sinn að þeir séu hæfir til að taka þátt í ferðum hér á landi. Vinsamlegast hafðu samband við okkur fyrirfram ef þú þarft frekari upplýsingar um ferðina til að veita lækni þínum. Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf. ekki taka neina ábyrgð á viðskiptavinum sem ekki hafa yfirfarið heilsufar sitt með lækni áður en þeir fara í skoðunarferð og áskilja sér rétt til að neita þeim um þátttöku í ferðinni. Farþegar með ofnæmi ættu að upplýsa leiðsögumanninn í upphafi ferðar um ofnæmi sitt og upplýsa það ef grípa þarf til einhverrar nauðsynlegra varúðarráðstafana meðan á ferðinni stendur.
19. Tungumál:
Leiðsögumenn okkar munu hafa samskipti við farþega á Ensku og Íslensku meðan á ferðinni stendur. Með því að bóka ferðina hjá okkur staðfestir þú að þú hafir nægjanlegan skilning á Ensku eða Íslensku til að geta skilið og fylgst með leiðbeiningum frá leiðsögumanni. Ef þú hefur ekki nægjanlegan skilning á ensku eða Íslensku verður þú að láta í té hæfan túlk og taka fulla ábyrgð á því að leiðbeiningar frá leiðsögumönnum séu skilidar og þeim fylgt. Farþegar verða að láta okkur vita ef þeir vilja koma með túlk fyrirfram fyrir frekari upplýsingar.
Einnig eru í boði leiðsögumenn sem tala Dönsku og Þýsku. Vinsamlegast hafðu samband við okkur áður en þú bókar á sysli@sysli.is
20. Okkar ábyrgð og ábyrgð farþega:
Við ráðleggjum öllum farþegum að hafa eigin ferðatryggingu. Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf. getur ekki borið ábyrgð á óhappi sem farþegi lendir í og getur ekki tekið neina ábyrgð á persónulegum munum eða farangri sem tilheyrir farþegum.
Með því að bóka ferð með okkur samþykkir þú að öll útivera fylgir eðlislæg áhætta og öll virkni í ferðinni fer fram á eigin ábyrgð farþega og að þeir verða að taka ábyrgð á eigin aðgerðum og öryggi. Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf. bera ekki neina ábyrgð á hegðun viðskiptavinarins og/eða ef viðskiptavinurinn fylgir ekki leiðbeiningum leiðsögumanns eða samstarfsaðila. Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf. bera enga ábyrgð á slysum, óhöppum, tjóni, meiðslum eða veikindum sem orsakast af farþegum eða rekja má til aðgerða farþega, þar með talið að fylgja ekki leiðbeiningum leiðsögumanns eða eru af völdum óviðráðanlegra atvika.
Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf. bera ekki ábyrgð á óhappi, tjóni, tapi, slysi, meiðslum, veikindum, breytingum á ferðaáætlun, aflýsingum, tilstofnuðum kostnaði, vanskilum, seinkun eða öðrum þáttum sem eru vegna veðurs, aflýsinga flugs, náttúruhamfara, verkfalla, aðgerða annarra stofnana / einstaklinga / fyrirtæki (td flugfélög, veitingastaðir, lögregla), ófyrirséðar aðstæður eða orsakast af þáttum utan stjórn Sýsli-ferða og ökukennslu, þ.mt óviðráðanlegir atburðir.
Börn yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum einstakling til að taka þátt í ferðinni. Fullorðini einstaklingurinn verður að taka ábyrgð á þeim. Foreldrar og/eða forráðamenn taka fulla ábyrgð á hegðun og/eða tjóni af völdum barna yngri en 18 ára.
21. Lögsaga:
Með því að kaupa eða panta þjónustu Sýsli - Ferða og ökukennslu ehf samþykkir viðskiptavinur hvort sem hann er einstaklingur, fyrirtæki eða stofnun þessa skilmála og staðfestir að þú skiljir afleiðingar þeirra, tekur ábyrgð á þátttöku þinni í ferðinni/þjónustunni og þú viðurkennir að við höfum gert allar skynsamlegar ráðstafanir til að standa vörð um ábyrgð okkar. Samningur þessi er gerður í samræmi við og verður að framfylgja honum samkvæmt íslenskum lögum.
Ágreiningsmál er hægt að leita til Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu
Ef allt þrýtur má reka mál fyrir Héraðsdómi Norðurlnds eystra.
22. Breytingar á þessum skilmálum
Sýsli - Ferðir og ökukennsla ehf. áskilur sér rétt til að breyta og uppfæra þessa skilmála hvenær sem er og mun gera það með því að uppfæra skilmála okkar á vefsíðu fyrirtækisins.
Vinsamlegast skoðaðu vefsíðu okkar til þess að fylgjast með breytingum.