Ökukennsla og akstursmöt eru hafin á ný. Þó þessi bylgja veirunnar sé lokið að sinni þurfum við áfram að fylgja nokkuð ströngum reglum til þess að hindra það að veiran nái sér á kreik á ný.
Ég minni því á að eftirfarandi atriði verða í fullu gildi:
- Engir gestir eru leyfðir í bílnum í ökukennslu.
- Snertifletir í bíllinum er sótthreinsaðir milli nemenda
- Handsótthreinsir er í bílnum og þurfa allir að spritta sig við upphaf og lok ökutíma.
- Hanskar verða í boði í ökutímum
- Ef einhver er með einkenni kvefs eða flensu skulu þeir afbóka ökutíma í síma 461 7800 eða 869 4149, alls ekki mæta í tíma!
- Þetta á einnig við um þá sem hafa verið í samneyti við fólk sem hefur verið í sóttkví, einangrun eða greinst sýkt af COVID-19
- Það er bannað að mæta í tíma ef þú ert í sóttkví, einangrun eða greind(ur) með COVID-19 sýkingu.
Þetta er samkvæmt verklagsreglum gefnum út af sóttvarnarlækni.
Pössum uppá hvert annað og virðum þær reglur sem enn eru í gildi eftir 4. maí til þess að reyna að koma í veg fyrir að smit blossi upp að nýju í samfélaginu.
Jónas Þór Karlsson
Ökukennari