Vegna Covid 19 eru allar dagsferðir í júni aflýstar.
Þó landamærin séu opnuð 15. júní og ríkisstjórnin hefur aflétt mörgum takmörkunum teljum við það enn of áhættusamt fyrir farþega og starfsfólk okkar að fara af stað með dagsferðir. Því höfum við ákveðið að aflýsa öllum ferðum til og með 30. júní. Við endurmetum stöðuna reglulega og munum tilkynna það um leið og við förum af stað aftur.
Þeir sem áttu bókaðar ferðir fram að 30. júní fá fulla endurgreiðslu af bókunum sínum.
Vegna stöðunnar sem nú er uppi verður gerð tímabundin breyting á viðskiptaskilmálum þannig að allar ferðir sem eru á dagskrá til 30. júlí 2020 er hægt að fá endurgreiddar 100% í stað hinna venjulegu 90% þar upp að 48 klst. fyrir brottför.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.