





Þessi ferð leiðir okkur gegnum fallegt landslag og á staði með flott útsýni. Á leið okkar til Siglufjarðar munum við fara gegnum þrenn jarðgöng, en við munum einnig fara gegnum fjórðu jarðgöngin á leið okkar að útsýnisstað.
Á leið okkar úteftir munum við stoppa á Hjalteyri, sem er fallegur bær frá síldarárunum. Einnig förum við gegnum Dalvík og Ólafsfjörð sem eru tvö hugguleg sjávarpláss. Síðan verður gefinn tími til þess að skoða Siglufjörð