Ökukennarinn okkar, Jónas, er löggilltur ökukennari í flokkum B, BE, C, CE, C1, C1E, D, DE, D1, D1E og T.
Kennslubifreið okkar er beinskiptur Renault Kadjar árgerð 2016.
Einnig er ökukennsla í boði á sjálfskipta bifreið en það er Volvo XC 70 árgerð 2015
Við bjóðum uppá ökukennslu á Íslensku, Ensku, Dönsku og Þýsku.
Kennsla til aukinna ökuréttinda fer öll fram í smastarfi við Ekil Ökuskóla.
Við erum í samstarfi við Ekil ökuskóla, sem býður uppá bóklegt ökunám í fjarnámi á Íslensku og Ensku.
Til að ölast ökuréttindi þarftu að taka 17 til 25 ökutíma hjá ökukennara og 25 bóklega tíma hjá ökuskóla.
Eftir að hafa staðist bóklegt og verklegt próf færðu bráðabirgðaskírteini. Ef þú ert búin(n) að aka í 12 mánuði án þess að fá punkt í ökuferilsskrá þarftu að fara í akstursmat hjá ökukennara og þá geturðu fengið fullnaðarskírteini hjá sýslumanni.
Þú getur bókað verklega ökutíma eða akstursmat í Noona appinu eða hér (kennari: Jónas Þór Karlsson)
Endilega hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar.
Verð fyrir ökukennslu eru eftirfarandi (gildir frá 1. janúar 2023):
Ökuskóli 1: 11.000 kr. (Ef tekinn hjá Ekli)
Ökukóli 2: 11.000 kr. (ef tekinn hjá Ekli)
Ökuskóli 3: 52.000 kr. ef tekinn í Reykjavík ; 51.000 kr. ef tekinn á Akureyri
Ökutímar hjá ökukennara: 16.500 kr/stykkið
Bifreið í prófi: 16.500 kr.
Útgáfa ökuskírteinis: 4.300 kr. fyrir bráðabirgðaskírteini ; 8.600 kr. fyrir fullnaðarskírteini.
Bóklegt próf hjá Frumherja: 7.090 kr.
Verklegt próf hjá Frumherja: 18.820 kr.
Endurútgáfa á ökunámsbók (t.d. ef hún týnist): 2.500 kr
Búast má við að kostnaður við ökunám verði að lágmarki 365.000 kr.
Verð fyrir akstursmat:
Akstursmat sem taka þarf þegar bráðabirgðaskírteini er endurnýjað í fullnaðarskíteini kostar:
16.500 kr ef það er tekið á kennslubifreiðinni.
13.000 kr ef það er tekið á egin bíl.*
*Kröfur gerðar til eigin bíla: Bíllinn sé í löglegu ástandi og með lögboðnar tryggingar. Bíllinn þarf að vera með fulla, gilda skoðun.
Félagi í Ökukennarafélagi Íslands